mánudagur, maí 16, 2005

Töpuð tunga

'A people without a language of it's own is only half a nation'
(Thomas Davis)
Sem Íslendingar höfum við aldrei þurft að horfa upp á það að tungumál okkar hverfi úr allra minnum. Við höfum aldrei þurft að líða það að það sé litið niður á okkur fyrir það að hafa tungumál sem fáir tala. Við höfum aldrei kynnst því að foreldrar okkar, afar og ömmur leyni fyrir okkur tungumáli sínu af því að það þykir skömm að tala það.
Þetta er það sem Skotar, Írar og Walesbúar þurfa að glíma við í dag og hafa verið að glíma við í þó nokkurn tíma. Í hundruð ár bjuggu þessir grannar okkar við fyrirlitningu frá Englendingum í sambandi við móðurmál þeirra, Gelísku og Welsku. Það undarlegasta við þetta er að þessi útrýming á móðurmáli þeirra fór fram í gegnum 'menntun' þeirra. Englendingar litu á Skota, Íra og Walesbúa sem óæðri kynþátt, ósiðmenntaðan og latan. Þeir þvinguðu enskunni inn, öll menntun fór fram á ensku sama gilti þótt fólk hefði varla neinn skilning á tungumálinu og með ofbeldi þvinguðu þeir fólkið til að hætta að tala móðurmál sitt, í skólum sem og heima hjá sér. Því var haldið fram að það væri tungumál þeirra sem héldi þeim aftur í sambandi við iðntæknivæðinguna á 19.öld. Þetta þurfti fólk að lifa við og þegar börn þeirra uxu úr grasi forðaðist það að tala móðurmál sitt við börnin sín. Þau hættu að sjá tungumál sitt sem eitthvað til að varðveita og kenna áfram.
Í dag eru Skotar og Walesbúar að miklu leyti hunsaðir af Bresku stjórninni, en samt er litið á þau sem hluti af Bretlandi. En þessi LÖND eru svo ólík Englandi og því sem England þarf að það er óskiljanlegt hvernig hægt er að ætla að það sem þjóni Englandi þjóni Wales og Skotlandi líka.
Welsh sem tungumál fékk ekki sama status og Enska fyrr en árið 1998. Írland var í aðeins betri stöðu og árið 1922 varð Írsk Gelíska opinbert tungumál í fyrsta sinn. Enska var svo annað opinbera tungumál þeirra og mátti fólk ráða hvort tungumálið þau notuðu. En Skosk Gelíska var ekki viðurkennt sem tungumál fyrr en um 1960.
Við, Íslendingar, getum talist heppin þar sem tungumál okkar er einstakt og það þekkjum við. Við getum ennþá á mikillar fyrirhafnar lesið skjölin og bækurnar sem eru geymd á Árnastofnun. Við erum öll mjög stollt af íslenskunni okkar, enda heyrist það í hvert sinn sem Íslendingar fara erlendis, þeir eru aldrei feimnir við að láta heyra í sér. Walesbúar voru hræddir við að tala Welsh í sínu eigin heimahúsi af ótta við að einhver kæmist að því og segði til þeirra. Er þetta nokkur leið fyrir fólk að búa og það í dag.
Sem betur fer hefur orðið vakning í málum þessara granna okkar. Þeir berjast fyrir að halda tungumáli sínu lifandi, að reyna að koma í veg fyrir það sem sumir segja að sé víst. Tungumál þeirra MUN deyja út. En á meðan fólk tekur sér tíma og kynnist aðstæðum Gelískunnar og Welskunnar og leggur lið við að varðveita þessi tungumál þá er enn tími til að sporna við útrýmingu þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home