mánudagur, maí 16, 2005

Af hverju Gelíska?

Ég hef óteljandi oft verið spurð af hverju ég er að læra Gelísku og nú svara ég; ég vil kynnast menningu áður en hún deyr. Ég vil gera mitt af mörkum til að verja hana, ég vil að hún geymist í minnum mínum um ókomna framtíð, því með því get ég fullvissað mig að á meðan ég og aðrir skiljum tungumálið og menninguna þá deyr hún ekki. Kallið mig dramatíska, en ég hef kynnst aðstæðunum hérna og útlitið er því miður ekki of bjart. Oft er það hálfgert vonleysi sem kemur yfir mann þegar hugsar um hvað Gelískan stendur frammi fyrir en það er ekkert annað hægt að gera í dag.
Það liggur við að það sé bæði skammarlegt og sorglegt að við vitum svona lítið um þjóð sem er jafn nálæg okkur og Skotland er. Við erum í innan við tveggja klukkutíma flugferðarfjarlægð frá þeim og við tökum ekki einu sinni eftir því að þeir eru að tapa tungumáli sínu vegna þess að 'það er betra fyrir alla að tala BARA ensku!'. Það eru ekki einu sinni margir Íslendingar sem vita að Gelíska er tungumál þeirra. Hingað til hafa þó flestir vonandi vitað að þegar þeir fari til Spánar að Spánverjar tali spænsku og Danir í Danmörku tali dönsku (eða flestir þeirra allavegana) en sára fáir voru með nokkru meðvitaðir um að mörg skiltin sem finnast hér í bæ séu af tungumáli sem um 60 þúsund tali.
Er það bara besta mál að taka auðveldu leiðina út og láta tungumálið gleymast. Þeir gleyma því að með því að tungumál tapist, tapast heill menningararfur sem sama hvernig þeir neita því þá er þetta þeirra menningararfur líka. Þaðan koma þeir, frá hetjusögum og lofsöngvum um höfðingja og hetjur.
Eitthvað mundum við Íslendingar segja ef allt í einu við vökum upp við það að við skiljum ekki Íslendingasögurnar okkur eða Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Eitthvað fyndist okkur tunga okkar og menning hafa misfarist og týnst. Allavegana gæti mér ekki dottið neitt verr í hug en að við öll föllum niður á það menningarstig sem fynnst í myndum á borð við Conan the Barbarian - ÚGA.

1 Comments:

Blogger Uppundir said...

Hæ Elín Ingibjörg, það var mjög gaman að sjá bloggið þitt. Ég er rússneskur maður sem bjó á Íslandi um skeið en fyrir nokkru byrjaði ég að læra skoska gelísku (nánar geturðu lesið um þetta í mínu bloggi). Ég er áhugamaður um tungumál Norður-Atlantshafsins. Mér finnst líka slæmt að tungumál á borð við gelísku eru í hættu vegna ásóknar enskunnar eða annars stórmáls. En annars er mjög skemmtilegt að rekast á þig sem talar tvö tungumál sem ég hef áhuga fyrir :))

4:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home