fimmtudagur, júní 23, 2005

1 skref er stór sigur í dag

Fyrir nokkru sá ég smá grein í Morgunblaðinu þar sem fram kom að Írska (Irish Gaelic eða Gaelige) er viðurkennd sem opinbert tungumál hjá Evrópusambandinu. Með þessu þarf Evrópusambandið að þýða öll þeirra skjöl á þetta tungumál. Samkvæmt greininni kom einnig fram að sakvæmt manntali sem gert var árið 2002 á Írlandi eru rúmlega 1.4 milljónir Íra sem telja sig það færa að geta talað Írsku en aftur á móti voru færri sem sögðust nota hana dagsdaglega. Þrátt fyrir þetta eru þetta rosalega góðar fréttir fyrir tungumál í hnignun.
Það eru greinilega ekki allir sanfærðir um að gelískan sé útdauð og sumir hvort sem það er meðvitað eða ekki eru með ákvörðunum eins og þessum að hjálpa til við að útbreiða og viðhalda tungumálinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home